
Samsetning
Á skjánum er plastfilma til varnar. Þú ættir að fletta þessari filmu af áður en snertiskjárinn
er notaður. Annars virkar snertiskjárinn hugsanlega ekki rétt.
Micro SIM-kortið sett í
Ekki setja minniskort í micro SIM-kortaraufina.
8
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

1
Settu fingurnögl í bilið milli hlífarinnar yfir micro SIM-kortaraufinni og tækisins og
losaðu síðan hlífina.
2
Togaðu micro SIM-kortahölduna út með nöglinni.
3
Settu micro SIM-kortið á hölduna þannig að gylltu snerturnar á micro SIM-kortinu
snúi upp.
4
Settu micro SIM-kortahölduna aftur í tækið.
5
Settu hlífina á micro SIM-kortaraufinni aftur á.
SIM-kortið eða tækið gæti skemmst ef micro SIM-kortið er sett í tækið án SIM-kortahöldu og
Sony Mobile ábyrgist ekki neinar skemmdir sem slík aðgerð hefur í för með sér.
Minniskort sett í
1
Settu fingurnögl í bilið milli minniskortahlífarinnar og tækisins og taktu síðan
minniskortahlífina af.
2
Settu minniskortið í minniskortaraufina þannig að gylltu snerturnar snúi að þér og
ýttu svo minniskortinu alla leið inn í raufina þar til þú heyrir smell.
3
Sett hlífina aftur á kortaraufina.
micro SIM-kortið tekið úr símanum
1
Fjarlægðu lokið af micro SIM-kortsraufinni.
2
Dragðu micro SIM-kortshölduna út.
3
Fjarlægðu micro SIM-kortið.
4
Settu micro SIM-kortafestinguna aftur í raufina.
5
Settu micro SIM-kortraufahölduna aftur á.
Minniskort fjarlægt
9
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

1
Slökktu á tækinu eða aftengdu minniskortið frá
Stillingar > Geymsla > Aftengja
SD-kort.
2
Fjarlægðu lokið af minniskortaraufinni, ýttu á móti brúninni á minniskortinu og
slepptu því.
3
Dragðu kortið út til að fjarlægja það alveg.